Rússland, Kína og ráðherravöld

Hádegið - En podkast av RÚV

Við byrjum þáttinn á hernaðarbrölti Rússa í austurhluta Úkraínu, þó með aðeins öðru sniði en síðustu daga. Í dag er það fíllinn í herberginu sem er til umfjöllunar: Kína, annað stærstu efnahagsvelda heims og fjölmennasta ríki hans. Kínverjar eru bandamenn Rússa á ýmsum sviðum. og síðustu ár hafa fjölmargir efnhagslegir samstarfssamningar milli ríkjanna verið undirritaðir. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málaflokknum, ræðir við okkur um stöðuna. Í síðari hluta þáttarins eru það svo stjórnmálin. Hvert er vald og hver er ábyrgð ráðherra? Hversu mikið rými og vald hafa einstaka ráðherrar í ríkisstjórn Íslands til ákvörðunartöku og aðgerða, og hver ber svo ábyrgð á þeim? Katrín kynnti sér málið og ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.