Nýr forseti í Suður-Kóreu og áhrif innrásarinnar á íslenskan efnahag
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Viðbyrjum á efnahagsmálum í dag. Innás Rússa í Úkraínu og afleðingar hennar er ein skelfilegasta mannúðarkrísa á síðari tímum, harmleikur sem ekki sér fyrir endan á. Yfir þrjár milljónir Úkraínumanna hafa flúið land og mikill fjöldi er á vergangi inni í Úkraínu. Rússar sækja að úr norðri, suðri og austri, og Úkraína eins og við þekktum hana, innviðir og samfélag, er smám saman að hverfa. En áhrif innrásarinnar gætir víða, og út fyrir Úkraínu. Efnahagsþrengingar eru í vændum víða um heim, og hér í norðri hafa þær líka áhrif - þótt efnahagsþrengingar séu auðvitað smámál í stóra samhengi hlutanna. Til að ræða efnhagsáhrif innrásarinnar hér á landi er Magdalena Anna Torfadóttir viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu og stjórnandi hlaðvarpsins Fjármálakastins. Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýkjörinn forseti Suður-Kóreu. Suk-yeol, sem er nýgræðingur í stjórnmálum, hafði betur gegn jafnaðarmanninum Lee Jae-myung með afar naumum meirihluta atkvæða, eftir harða og afar óvægna kosningabaráttu. Nýi forsetinn er alls ekki óumdeildur og vald hans mikið. Hver er maðurinn? Hvaða breytingar boðar kjör hans? Hvernig líta næstu fimm árin - eða valdatíð hans - út? Við spyrjum Hafliða Sævarsson, verkefnastjóra á alþjóðasviði og stundakennara í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands út í það í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.