Notkun tungumálsins í stríði og hvað merkir Z?

Hádegið - En podkast av RÚV

Við hefjum Hádegið í dag á umfjöllun um stríðið í Úkraínu, eða alla vega einn anga þess - og beinum sjónum okkar að ákveðnum bókstaf, sem hefur orðið að tákni fyrir stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Máttur og áhrif tungumálsins er sjaldan jafn ljós og í stríði. Það er tilfellið í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpar þjóð sína og heimsbyggðina trekk í trekk, fóðrar með meiningum sínum og hugmyndum, hugmyndafræði, og tilvisunum, söguvisunum sem ekki alltaf er endilega fótur fyrir. Á móti kallar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu til heimsbyggðarinnar eftir stuðningi á meðan hann stappar stálinu í sitt fólk með sínu hughreystandi og hvetjandi lagi. Á sama tíma greina fjölmiðar í sífellu frá nýjum vendingum, alls konar efni kemst í umferð á samfélagsmiðlum, og alls ekki allt stenst skoðun. Það er almennings að reyna að finna út hvað er satt og rétt og hvað ekki. Í síðari hluta þáttarins ræðir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, við okkur um tungumálið, notkun þess og áhrif í stríði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.