Meme, Djokovic og handbolti

Hádegið - En podkast av RÚV

Við byrjum Hádegið þennan föstudag í janúar á örskýringu vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni. Í örskýringum sínum leitast Atli Fannar við að útskýra flókin og oftar en ekki furðuleg fyrirbæri á sem einfaldastan hátt. Í dag er viðfangsefnið svokölluð ?memes.? Stundum gerist það að ákveðin fyrirbæri ferðast um internetið með slíkum ógnarhraða að stór hópur fólks verður meðvitaður um fyrirbærið og dreifir því jafnvel áfram á eigin forsendum. Þegar það gerist verður til svokallað ?meme? sem getur lifað með heimsbyggðinni í vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár. En hvað er ?meme? og hvernig verður það til? Er fyrirbærið komið í orðabækur og hvernig er það skilgreint? Er internetið kannski bara bóla eða eru þessi svokölluðu ?memes? mögulega bólur á internetinu? Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic er ekki meðal þátttakenda á Opna ástralska meistaramótinu í tennis, einu af fjórum risamótum ársins. Hann var sendur til baka frá Ástralíu síðastliðinn sunnudag með skottið á milli lappanna, óbólusettur - en einhver hörðustu sóttvarnarlög sem fyrirfinnast eru í Ástralíu og þar kemur enginn inn í landið óbólusettur. Djokovic fór þó til Ástralíu en var rakleiðs sendur á sóttvarnarhótel, hann vann mál fyrir áströlskum dómstólum sem hemiluðu honum að keppa, en þeirri ákvörun var að endingu snúið við. Djokovic er einn besti tenniskeppi allra tíma og hefur málið hrundið af stað nokkurs konar milliríkjadeilu milli Serbíu og Ástralíu. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður fræðir okkur um þetta forvitnilega mál í síaðri hluta þáttarins, ásamt því að fara yfir það helsta úr herbúðum íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem stóðu í Dönum í gær þrátt fyrir að vera án sex lykilmanna þar sem þeir höfðu greinst með kórónuveiruna. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.