Erfingjar spámannsins og heillandi loddarar
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Hamzah, krónprins Jórdaníu hefur sagt af sér embættinu, ef embætti skyldi kalla. Prinsinn er hálf bróðir Abdullah konungs, en faðir þeirra, Hussein konungur, var við völd í hálfa öld. Þótt Hamzah vilji ekki lengur vera krónprins, er hann þó enn á sínum stað í röð ættmenna spámannsins Múhammeðs. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda útskýrir þetta flókna mál í fyrri hluta þáttarins. Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við allt afþreyingarefnið; hverja bíómyndina, hlaðvarpsseríuna, Netflix-þáttaröðina, heimildarmyndina og bókina á fætur annarri, um þá sem svíkja, ljúga og blekkja, villa á sér heimildir, nýta sér góðmennsku eða veika stöðu, eða bara mennsku annarra til að fá sínu framgengt, fá eitthvað í staðinn - oftar en ekki peninga - og á það til að lifa æði hátt fyrir annarra manna fé. Þetta sýna sjónvarpsþættir á borð við Bad Vegan, Tinder Swindler, Inventing Anna og The Dropout, hlaðvörp eins og Doctor Death, Catfish, The Shrink Next Door og Dirty John - sem reyndar er nú líka orðið að leikinni þáttaröð á einhverri streymisveitunni - og svona mætti lengi telja. En hvað er það við þessa tegund glæpa og glæpamanna sem heillar? Selur? Er það tilfellið að loddarar leynist á hverju horni, eða höfum við sérstaklega gaman af sögum þeirra? Við spyrjum Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri út í loddarana og svikahrappana í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.