Elon Musk og íslenskur körfubolti
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason fyrir hlustendum bandaríska sérvitringinn og milljarðamæringinn Elon Musk. Hann hefur verið töluvert í umræðunni undanfarna daga - í kjölfar þess að hann skoraði Vladimir Putin, forseta Rússlands, á hólm í tísti á Twitter á mánudaginn. Musk lagði til að Úkraína yrði undir í slagnum og uppátækið vakti að vonum heimsathygli; upp undir 80 þúsund manns hafa dreift tístinu áfram og tæplega 400 þúsund manns lækað það. Þá fjölluðu að stærstu fjölmiðlar heims um tístið ásamt því að birta fréttir um viðbrögð nokkurra valinkunnra Rússa en Pútin sjálfur hefur hingað til látið sér fátt um finnast. En hver annars þessi Elon Musk og hvað vill hann sífellt upp á dekk? Hvaðan er hann, hvernig varð hann ríkur og hversu ríkur er hann? Í síðari hluta þáttarins lítur körfuboltasérfræðingurinn Sigurður Orri Kristjánsson við, og ræðir við okkur um bikarúrslitaleiki karla og kvenna sem fram fara í Smáranum á morgun, sem og stöðuna á Íslandsmótinu og möguleika íslenska karlalandsliðsins að komast á heimsmeistaramótið á Filipseyjum á næsta ári. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.