Átök í Jerúsalem og óeirðir í Svíþjóð
Hádegið - En podkast av RÚV
Kategorier:
Við hefjum þáttinn á umfjöllun um átök fyrir botni miðjarðarhafs: Að minnsta kosti 150 Palestínumenn slösuðust í átökum við ísraelsku lögregluna við Al-Aksa moskuna í Jerúsalem um páskahátíðina. Þá hafa yfir þrjátíu látist í átökum síðustu vikur. Guðmundur Björn fer yfir stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Uppþot og óeirðir einkenndu páskahátíðina í Svíþjóð. Hörð mótmæli víða um land þróuðust út í óeirðir þar sem steinum og bensínsprengjum var kastað að lögreglu og kveikt í stolnum bíldekkjum og bílkerrum, ruslatunnum, rusli og bílum. Tugir voru handteknir og um fjörutíu særðust í átökunum, þar á meðal ófáir lögreglumenn. Kveikjan að uppþotunum voru boðaðar útisamkomur og Kóranbrennur danska þjóðernisöfgaflokksins Stram kurs og leiðtoga flokksins, Rasmus Paludan. En Paludan og flokkur hans hefur baráttu gegn innflytjendum og þá sér í lagi múslimum að leiðarljósi í flestum sínum störfum. Katrín fjallar um óeirðirnar og tilurð þeirra í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.