Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars

Fotbolti.net - En podkast av Fotbolti.net

Það er óhætt að segja að fyrsti landsliðsgluggi Arnars Gunnlaugsson hafi ekki farið eins og vonast var eftir. Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjum sínum gegn Kosóvó og eru þeir fallnir í C-deild Þjóðadeildarinnar. Það var ekki margt jákvætt hægt að taka úr þessum leikjum. Haraldur Örn Haraldsson og Valur Gunnarsson settust niður í hljóðveri Fótbolta.net og fóru yfir verkefnið ásamt Guðmundi Aðalsteini.