Enski boltinn - Úr svarthvítu í litað sjónvarp með 'Big Ange'

Fotbolti.net - En podkast av Fotbolti.net

Söngvarinn Robbie Williams elskar Ange Postecoglou það mikið að hann gerði textabút honum til heiðurs. Þessi nýi stjóri Tottenham er að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins eftir flotta byrjun á tímabilinu. Í hlaðvarpinu Enski boltinn í dag voru Hjammi og Jóhann Alfreð, skemmtikraftar og stuðningsmenn Tottenham, í heimsókn þar sem þeir ræddu um byrjunina flottu á tímabilinu og Ange-ball. Einnig var rætt um stórleik Arsenal og Manchester United, Jadon Sancho, mögulegar stjórabreytingar og margt fleira í þætti dagsins.