#28 – Air Atlanta á fullu í faraldrinum– Baldvin Már Hermannsson forstjóri
Flugvarpið - En podkast av Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Rætt er við Baldvin Má Hermannsson ungan forstjóra Air Atlanta sem hefur á síðustu tveimur áratugum unnið fjöbreytt störf í fluginu og unnið sig til metorða innan fyrirtækisins. Hann segir hér frá þeim ótrúlegu áskorunum sem Air Atlanta hefur staðið frammi fyrir síðustu misserin og gerir enn. Air Atlanta flutti árið 2019 yfir 1,2 milljónir farþega en þegar eftirspurn eftir farþegaflugi hrundi vegna Covid 19 faraldurs í ársbyrjun 2020, breytti félagið algerlega um kúrs og fór alfarið í fraktflutninga á B747 þotum. Sú breyting ásamt gríðarlegum aðahaldsaðgerðum, gerði það að verkum að félagið skilaði hagnaði á síðasta ári og áætlar að gera það einnig á þessu ári.
