Undarlegt háttarlag háhyrninganna Wikie og Keijo

Þetta helst - En podkast av RÚV

Podcast artwork

Nýlegar vídjóupptökur sem teknar voru með dróna yfir sædýragarðinum í Antibes í Frakklandi hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Á upptökunum má sjá furðulegt háttarlag háhyrningana Wikie og Keijo sem eitt sinn voru helsta aðdráttarafl garðsins. Garðinum var lokað í upphafi árs vegna þess að Frakkar hafa bannað háhyrningasýningar eins og þær sem Wikie og Keijo hafa tekið þátt í nær allt sitt líf. Síðan í janúar hefur hart verið tekist á um framtíð Wikie og Keijo og vilja eigendur garðsins selja þau í skemmtigarð a Tenerife. Þau hafa því svamlað um í galtómum og lokuðum garði í ellefu mánuði. Við ræðum myndefnið af háhyrningunum við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur hvalasérfræðing.