Rjúpnasmölun í Dölunum
Þetta helst - En podkast av RÚV
Kategorier:
Björgunarsveitin Ósk í Búðardal hafnaði boði upp á háa peningaupphæð fyrir ,,smala” rjúpum fyrir veiðimenn á jörðinni Ljárskógum í Dölum í lok október. Slík veiði gengur út á það að menn reka upp rjúpur fyrir veiðimenn sem svo skjóta þær á flugi. Þessi veiðiferð á rjúpu hefur tíðkast lengi í Skotlandi. Svona veiðiskapur hefur hins vegar ekki verið stundaður á rjúpu á Íslandi þar sem hefð er fyrir því að menn gangi til rjúpna. Eigandi Ljárskóga, Arnór Björnsson, segir að hann hafi ákveðið að bjóða upp á slíka stýrða rjúpnaveiði fyrir sex enska vini sína sem eru orðnir gamlir af því þeir eigi erfitt með að ganga til rjúpna. Hann segir að elsti veiðimaðurinn hafi verið áttræður. Rjúpnasmölunin vakti viðbrögð í skotveiðisamfélaginu á Íslandi og eru skiptar skoðanir um hana. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
