Lífeyrissjóðirnir svara spurningum um Kviku og Ortus

Þetta helst - En podkast av RÚV

Podcast artwork

Þrír af lífeyrissjóðunum sem eru stærstu hluthafar almenningshlutafélagsins Kviku banka svara spurningum um viðskipti bankans með breska veðlánafyrirtækið Ortus Secured Finance. Kvika gekk fyrr á árinu frá kaupum á restinni af hlutafé félagsins og á það allt í dag. Heildarkaupverð er 6.5 milljarðar króna. Bankastjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, stofnaði lánafyrirtækið ásamt viðskiptafélögum sínum árið 2012. Viðskiptafélag Ármanns og meðstofnendur voru þeir síðustu sem Kviku keypti út. Í svörum tveggja lífeyrissjóða, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis, kemur fram að þeir hafi spurt Kviku spurninga um viðskiptin með Ortus vegna tengsla fyrirtækjanna tveggja. Lífeyrissjóður verslunarmanna fór fram á að Kvika myndi auka og bæta upplýsingagjöf um breska lánafyrirtækið í ljósi tengsla fyrirtækjanna. Lífeyrissjóðirnir telja þrátt fyrir þetta að Kvika hafi fylgt réttu verklagi í viðskiptunum með breska lánafyrirtækið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson