Á fimm ára afmæli Namibíumáls Samherja
Þetta helst - En podkast av RÚV
Kategorier:
Rannsókn Samherjamálsins í Namibíu er á lokametrunum hjá embætti héraðssaksóknara. Í kjölfarið mun málið verða sent til saksóknara hjá embættinu sem mun ákveða hvort ákært verður í því eða ekki. Fimm ár eru liðin frá því málið kom upp í fjölmiðlum. Þessara tímamóta var minnst í Namibíu í síðustu viku. Þá gáfu samtökin IPPR út skýrslu um áhrfi Samherjamálsins á sjómenn og fiskverkafólk sem vann hjá fyrirtækinu. Rætt er við starfsmann samtakanna, Graham Hopwood og Ólaf Hauksson hjá embætti héraðssaksóknara um stöðuna á rannsóknum Namibíumálsins þar í landi og hér.