Sögulegt samhengi deilna Taívan og Kína

Þetta helst - En podkast av RÚV

Podcast artwork

Í áramótaávarpi sagði Xi Jinping, forseti Kína, enn á ný að til stæði að sameina Kína og Taívan aftur undir einni stjórn. Þá var umfangsmiklum heræfingum Kínverja í kringum Taívan nýlokið. Í þætti dagsins beinum við sjónum okkar að stöðunni á Taívan og setjum samskipti Kínverja og Taívana í sögulegt samhengi um leið og við veltum fyrir okkur hvernig mál gætu þróast þar á næstu misserum, og mögulegum áhrifum á önnur ríki. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, telur ólíklegt að það komi til vopnaðra átaka á svæðinu en ef það gerist geti það auðveldlega leitt til einhvers konar heimsstyrjaldar. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson.