2. Einkarekstur

Áslaug og Óli Björn - En podkast av Áslaug og Óli Björn

Einkarekstur, einkavæðing, ríkisrekstur. Oft er þessu öllu ruglað saman, höfð eru endaskipti á hlutunum og orð fá nýja og villandi merkingu. Við fjöllum um muninn á einkarekstri og einkavæðingu. Förum yfir hvernig hægt er að samþætta ríkisrekstur og einkarekstur, látið allt vinna saman til að tryggja hagkvæma meðferð skattpeninganna okkar og góða þjónustu. Einkaaðilar sinna mikilvægum verkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu og innan menntakerfisins. Við viljum nýta kosti einkaframtaksins en um leið tryggja öllum menntun og heilbrigðisþjónustu óháð fjárhag og búsetu.