10 bestu / Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og tæknimaður S4 E6
Asgeir Lie - Podcast - En podkast av Asgeir Olafsson Lie
Guðrún Veturliðadóttir ólst upp fyrir vestan og austan land. Hún flutti til Dublin og er að nema þar tónlistarupptöku og tæknistjórn en Covid sendi hana heim í fjarnám. (Music production). Hún starfar fyrir Menningarfélag Akureyrar (MAK) og hefur tæknað nokkur stór verk fyrir SinfoniaNord sem er orðin heimsþekkt fyrir Hollywood upptökur á hinum ýmsu kvikmyndum. Það er eitthvað spennandi á leiðinni í loftið frá henni en það var sama hvað ég gekk á hana, þá mátti lítið gefa upp. Mögulega getur þú gruflað það upp. Guðrún fékk örlagaríkt símtal frá pabba sínum sem breytti stefnu hennar þegar hún hafði ráðið sig í vinnu á tjaldsvæði á Seyðisfirði. Eftir það símtal er hún í raun að elta drauminn. "Bara meiri músík" svarar hún ítrekað þegar hún fær spurninguna hvað sé framundan. Hún lifir og hrærist í tónlist og vinnur líka rauðu dagana. Tekur sér lítið frí. Þessi unga kona á eftir að ná langt. Mundu bara nafnið. Guðrún Veturliðadóttir.