10 bestu / Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri S7 E2
Asgeir Lie - Podcast - En podkast av Asgeir Olafsson Lie
Ásthildur hefur verið bæjarstjóri á Akureyri sl. 4 árin. Hún segir okkur söguna alla frá því hún var lítil stelpa og vissi hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Bæjarstjóri, sem, henni hefur tekist að verða í tveimur bæjarfélögum. En hún bjó á Petreksfirði, var bæjarstjóri þar, tók þátt í að koma Hörpunni á laggirnar, tók allan sinn pening sem hún átti úr bankanum sínum í hruninu með tár í augunum. Hún elskar að elda, bjó í Connecticut og hitti þar Ralph Lauren og var sveitt. Hún sagði okkur frá því þegar hún eignaðist dóttur sína Lilju Sigríði árið 2016 eftir að þau hjónin höfðu reynt lengi að eignast barn og vörðu tíma á Vökudeild. Þar mátti litlu muna að illa færi og naumt stóð það um tíma með Ásthildi vegna alvarlegrar meðgöngueitrunar. Frábært viðtal við bæjarstjórann okkar sem vonandi er ráðinn til næstu fjögurra ára. En hún segir okkur þetta allt sjálf í þessu einlæga viðtali. Takk fyrir að hlusta !